Stormur
  • Accommodation - Cottages - Gisting
    • Pricing 2015
  • Stormur breeding
    • Fréttir
    • Merar/mares
    • Söluhestar / horses for sale
  • Hafa samband / Contact

Toft frá Hvammi 2

7/25/2013

0 Comments

 
Picture
Toft frá Hvammi 2 er veturgamall "graðfolatittur" undan Yrju frá Skálmholti og Smyrli frá Úlfsstöðum.

Smyrill faðir hans er undan Smáralind frá Kollaleiru og Kjerúlf frá Kollaleiru, og því 100% Kollaleiruhestur. Þess vegna var mjög freistandi að halda undir þennan hreyfingafallega og settlega fola hér á næsta bæ hjá honum Jónasi Hallgrímssyni.

Útkoman var okkur að skapi, fíngerður snyrtilegur foli með lausan fótaburð, töltgengur og með að því virðist eðalgeðslag. Hægt að ganga að honum ósnertum í haga og taka upp á honum fætur og gæla við hann. Svo kemur hann alltaf hlaupandi til okkar. 

Það verður gaman að sjá hvernig hann þróast í framhaldinu og hvort fínleikinn haldist gegnum uppvöxtinn

0 Comments



Leave a Reply.

    Stormur

    Einar Ben Þorsteinsson 8965513/gleraugun(at)simnet.is

    Melanie Hallbach 
    8958713/fidrildi(at)web.de

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly