
Hér hjá okkur á Hvammi er sumarið komið og búið að vera gott veður undanfarna daga. Við biðum lengi eftir sumrinu, enda veturinn búinn að vera langur í báða enda.
Af hestamennskunni er það að frétta að Arngrímur okkar undan Yrju og Sveini-Hervari var seldur um daginn og fer hann til nýrra eigenda í Færeyjum með Norrænu nú í júní. VIð erum stolt af því að geta selt svo góðan hest sem Arngrímur er, með þetta mjúka og eðalgóða tölt sem fær alla til að elska íslenska hestinn.
Kynbótasýning fór fram í Stekkhólma á dögunum og þreytti Einar þar frumraun sína í kynbótabrautinni. Það fór allt saman ágætlega, og vitað fyrirfram að á brattann var að sækja. Eir frá Hryggstekk skreið í 8,02 fyrir byggingu og kom út með 7,85 í aðaleinkunn. Nokkuð sem við vorum fyrirfram nokkuð sátt með, þótt gaman hefði verið að ná að þoka henni örlítið hærra. Einnig sýndi Einar hana List frá Úlfsstöðum sem er í eigu Jónasar Hallgrímssonar nágranna okkar. Átti hún ágætan dag og fór í 8 fyrir tölt og brokk, og náðist því að sýna hana í þær tölur sem vonast var eftir - kynbótadómararnir vildu ekki góðkenna skeiðgengið í henni, enda einungis sýndur örlítill "tætingur".
Framundan eru barneignir húsfreyjunni Melli um mánaðrmótin, og fjölgar því Stormsliðinu umtalsvert á næstu vikum. Það verður gaman að setja hér inn folaldamyndir seinna í sumar, en við eigum von á folöldum undan Yrju og Gaum, og svo Eddu og Kjerúlf.
Af hestamennskunni er það að frétta að Arngrímur okkar undan Yrju og Sveini-Hervari var seldur um daginn og fer hann til nýrra eigenda í Færeyjum með Norrænu nú í júní. VIð erum stolt af því að geta selt svo góðan hest sem Arngrímur er, með þetta mjúka og eðalgóða tölt sem fær alla til að elska íslenska hestinn.
Kynbótasýning fór fram í Stekkhólma á dögunum og þreytti Einar þar frumraun sína í kynbótabrautinni. Það fór allt saman ágætlega, og vitað fyrirfram að á brattann var að sækja. Eir frá Hryggstekk skreið í 8,02 fyrir byggingu og kom út með 7,85 í aðaleinkunn. Nokkuð sem við vorum fyrirfram nokkuð sátt með, þótt gaman hefði verið að ná að þoka henni örlítið hærra. Einnig sýndi Einar hana List frá Úlfsstöðum sem er í eigu Jónasar Hallgrímssonar nágranna okkar. Átti hún ágætan dag og fór í 8 fyrir tölt og brokk, og náðist því að sýna hana í þær tölur sem vonast var eftir - kynbótadómararnir vildu ekki góðkenna skeiðgengið í henni, enda einungis sýndur örlítill "tætingur".
Framundan eru barneignir húsfreyjunni Melli um mánaðrmótin, og fjölgar því Stormsliðinu umtalsvert á næstu vikum. Það verður gaman að setja hér inn folaldamyndir seinna í sumar, en við eigum von á folöldum undan Yrju og Gaum, og svo Eddu og Kjerúlf.