Stormur
  • Accommodation - Cottages - Gisting
    • Pricing 2015
  • Stormur breeding
    • Fréttir
    • Merar/mares
    • Söluhestar / horses for sale
  • Hafa samband / Contact

Gleðilegt nýtt ár!

1/4/2013

0 Comments

 
Picture
Eir frá Hryggstekk
Jæja þá er komið nýtt ár. Að sjálfsögðu töluvert að frétt. Frúin á bænum er ófrísk og ætlar að bæta einu í safnið á árinu. Við erum búin að taka á hús tamda meri sem hæfir ófrískri konu, en það er Eir frá Hryggstekk, undan Fursta frá Stóra-Hofi. Eir er í talsverðu uppáhaldi hjá okkur hjónum, fyrir utan það að vera risastór og veita gott sæti er hún umfram allt skemmtileg og orðin talsvert mikið tamin. Búin að fara í gegnum Reiðmanninn með Einari og hina ýmsustu staði. Í fyrra meiddist hún á afturfæti og hafa það verið þrálát meiðsli. Við vonum að hún eigi eftir að plumma sig í gegnum veturinn - og ef til vill verður hún hæf til sýningar með vorinu, eða haustinu.

Á meðfylgjandi mynd er Einar á Eir á Ístölt Austurland 2011. 



0 Comments



Leave a Reply.

    Stormur

    Einar Ben Þorsteinsson 8965513/gleraugun(at)simnet.is

    Melanie Hallbach 
    8958713/fidrildi(at)web.de

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly