
Eir frá Hryggstekk
Jæja þá er komið nýtt ár. Að sjálfsögðu töluvert að frétt. Frúin á bænum er ófrísk og ætlar að bæta einu í safnið á árinu. Við erum búin að taka á hús tamda meri sem hæfir ófrískri konu, en það er Eir frá Hryggstekk, undan Fursta frá Stóra-Hofi. Eir er í talsverðu uppáhaldi hjá okkur hjónum, fyrir utan það að vera risastór og veita gott sæti er hún umfram allt skemmtileg og orðin talsvert mikið tamin. Búin að fara í gegnum Reiðmanninn með Einari og hina ýmsustu staði. Í fyrra meiddist hún á afturfæti og hafa það verið þrálát meiðsli. Við vonum að hún eigi eftir að plumma sig í gegnum veturinn - og ef til vill verður hún hæf til sýningar með vorinu, eða haustinu.
Á meðfylgjandi mynd er Einar á Eir á Ístölt Austurland 2011.
Á meðfylgjandi mynd er Einar á Eir á Ístölt Austurland 2011.