Stormur
  • Accommodation - Cottages - Gisting
    • Pricing 2015
  • Stormur breeding
    • Fréttir
    • Merar/mares
    • Söluhestar / horses for sale
  • Hafa samband / Contact

No Name frá Hvammi 2

8/14/2013

0 Comments

 
Picture
Myndin sem birtist með þessari færslu er af merfolaldi undan Þráðsdótturinni Yrju frá Skálmholti og Orrasyninum Gaum frá Auðsholtshjáleigu. Það gerir hana að alsystir Eddu frá Egilsstaðabæ og þá líklega okkar mestu vonarstjörnu - því eina viðmiðið sem við höfum er jú einmitt Edda sem fór svo skemmtilega af stað sem fjögurra vetra hryssa.

Við erum búin að spá talsvert í þessu merfolaldi og velta fyrir okkur hversu mikið hún er lík alsystir sinni. Jú þetta er líklega eins og með alsystkini mannfólkisins, alveg allt annar einstaklingur en samt eiginlega alveg eins :)

Við erum enn ekki búin að fastsetja nafn á gripinn, okkur hefur helst dottið í hug Skálmöld. Skálmöld er þungarokkshljómsveit sem Einar fílar, já og svo passar Skálmöld við að móðirin er frá Skálmholti.

0 Comments

Toft frá Hvammi 2

7/25/2013

0 Comments

 
Picture
Toft frá Hvammi 2 er veturgamall "graðfolatittur" undan Yrju frá Skálmholti og Smyrli frá Úlfsstöðum.

Smyrill faðir hans er undan Smáralind frá Kollaleiru og Kjerúlf frá Kollaleiru, og því 100% Kollaleiruhestur. Þess vegna var mjög freistandi að halda undir þennan hreyfingafallega og settlega fola hér á næsta bæ hjá honum Jónasi Hallgrímssyni.

Útkoman var okkur að skapi, fíngerður snyrtilegur foli með lausan fótaburð, töltgengur og með að því virðist eðalgeðslag. Hægt að ganga að honum ósnertum í haga og taka upp á honum fætur og gæla við hann. Svo kemur hann alltaf hlaupandi til okkar. 

Það verður gaman að sjá hvernig hann þróast í framhaldinu og hvort fínleikinn haldist gegnum uppvöxtinn

0 Comments

Júlí tíðindi

7/15/2013

0 Comments

 
Picture
Júlí hefur verið viðburðarríkur í meira lagi. Þann 3. júlí fæddist okkur dóttir. Hún Harpa Rós kom í heiminn um kl. 17, eftir að við hjónakorn ásamt fleirum fórum í sundferð á Eskifirði.

Í lok júní fengum við fregnir af því Yrja okkar frá Skálmholti hafi kastað jarpstjörnóttu merfolaldi undan Gaum frá Auðsholtshjáleigu. Þannig hefur bæst í flotann alsystir Eddu frá Egilsstaðabæ, og teljum við það styrkja tryppahópinn svo um munar.

Einnig er okkur ljúft og skylt að segja frá því Edda frá Egilsstaðabæ kastaði jarpri meri undan Kjerúlf frá Kollaleiru núna fyrir nokkrum dögum. Það er folald sem húsbóndin er búinn að bíða með eftirvæntingu, enda spennandi að vita hvernig afkvæmum Edda kemur til með að skila. Fyrsta upplifunin er góð og verður að sjálfsögðu gaman að fygljast með þessu folaldi vaxa úr grasi.

Picture
0 Comments

Júnítíðindi

6/4/2013

0 Comments

 
PictureArngrímur frá Egilsstaðabæ. Mynd: Tina / www.stori-bakki.com
Hér hjá okkur á Hvammi er sumarið komið og búið að vera gott veður undanfarna daga. Við biðum lengi eftir sumrinu, enda veturinn búinn að vera langur í báða enda.

Af hestamennskunni er það að frétta að Arngrímur okkar undan Yrju og Sveini-Hervari var seldur um daginn og fer hann til nýrra eigenda í Færeyjum með Norrænu nú í júní. VIð erum stolt af því að geta selt svo góðan hest sem Arngrímur er, með þetta mjúka og eðalgóða tölt sem fær alla til að elska íslenska hestinn.

Kynbótasýning fór fram í Stekkhólma á dögunum og þreytti Einar þar frumraun sína í kynbótabrautinni. Það fór allt saman ágætlega, og vitað fyrirfram að á brattann var að sækja. Eir frá Hryggstekk skreið í 8,02 fyrir byggingu og kom út með 7,85 í aðaleinkunn. Nokkuð sem við vorum fyrirfram nokkuð sátt með, þótt gaman hefði verið að ná að þoka henni örlítið hærra. Einnig sýndi Einar hana List frá Úlfsstöðum sem er í eigu Jónasar Hallgrímssonar nágranna okkar. Átti hún ágætan dag og fór í 8 fyrir tölt og brokk, og náðist því að sýna hana í þær tölur sem vonast var eftir - kynbótadómararnir vildu ekki góðkenna skeiðgengið í henni, enda einungis sýndur örlítill "tætingur".

Framundan eru barneignir húsfreyjunni Melli um mánaðrmótin, og fjölgar því Stormsliðinu umtalsvert á næstu vikum. Það verður gaman að setja hér inn folaldamyndir seinna í sumar, en við eigum von á folöldum undan Yrju og Gaum, og svo Eddu og Kjerúlf. 

0 Comments

Febrúartíðindi

2/26/2013

0 Comments

 
Picture
Eir frá Hryggstekk á Ístölt Austurland 2013 - Mynd: Sonja Krebs
Febrúar hefur verið alveg frábær hvað veður varðar hér á Völlum. Held það hafi nánast ekkert verið leiðindaveður á þorranum og síðustu dagar meira að segja alltof heitir.

Ístölt Austurland fór fram á dögunum og því miður var Melli lasin og gat ekki tekið þátt eins og hún hafði stefnt að með merina sem hún elskar svo mikið - hana Eir frá Hryggstekk - það er sama hversu oft hún fer á Eir, alltaf þegar hún kemur heim úr reiðtúr segir hún: "Hún er svo frábær, ég elska hana svo mikið."

Annars var Einar á kafi í að skipuleggja og vinna að Ístölti fyrir Freyfaxa og því nóg að gera hjá honum í því. Samt sem áður ákvað hann að renna Eir í gegnum A-flokkinn fyrst hún var á lausu. Það gekk illa, þar sem hún skeiðaði ekki skref hjá honum - SKAMM KLAUFI! 

Framundan í hestamennskunni er að þjálfa áfram næstu mánuði. Við erum að taka á hús merar frá Jónasi á Úlfsstöðum sem á að ríða í form til að byrja með.

0 Comments

Gleðilegt nýtt ár!

1/4/2013

0 Comments

 
Picture
Eir frá Hryggstekk
Jæja þá er komið nýtt ár. Að sjálfsögðu töluvert að frétt. Frúin á bænum er ófrísk og ætlar að bæta einu í safnið á árinu. Við erum búin að taka á hús tamda meri sem hæfir ófrískri konu, en það er Eir frá Hryggstekk, undan Fursta frá Stóra-Hofi. Eir er í talsverðu uppáhaldi hjá okkur hjónum, fyrir utan það að vera risastór og veita gott sæti er hún umfram allt skemmtileg og orðin talsvert mikið tamin. Búin að fara í gegnum Reiðmanninn með Einari og hina ýmsustu staði. Í fyrra meiddist hún á afturfæti og hafa það verið þrálát meiðsli. Við vonum að hún eigi eftir að plumma sig í gegnum veturinn - og ef til vill verður hún hæf til sýningar með vorinu, eða haustinu.

Á meðfylgjandi mynd er Einar á Eir á Ístölt Austurland 2011. 



0 Comments

    Stormur

    Einar Ben Þorsteinsson 8965513/gleraugun(at)simnet.is

    Melanie Hallbach 
    8958713/fidrildi(at)web.de

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly