
Myndin sem birtist með þessari færslu er af merfolaldi undan Þráðsdótturinni Yrju frá Skálmholti og Orrasyninum Gaum frá Auðsholtshjáleigu. Það gerir hana að alsystir Eddu frá Egilsstaðabæ og þá líklega okkar mestu vonarstjörnu - því eina viðmiðið sem við höfum er jú einmitt Edda sem fór svo skemmtilega af stað sem fjögurra vetra hryssa.
Við erum búin að spá talsvert í þessu merfolaldi og velta fyrir okkur hversu mikið hún er lík alsystir sinni. Jú þetta er líklega eins og með alsystkini mannfólkisins, alveg allt annar einstaklingur en samt eiginlega alveg eins :)
Við erum enn ekki búin að fastsetja nafn á gripinn, okkur hefur helst dottið í hug Skálmöld. Skálmöld er þungarokkshljómsveit sem Einar fílar, já og svo passar Skálmöld við að móðirin er frá Skálmholti.
Við erum búin að spá talsvert í þessu merfolaldi og velta fyrir okkur hversu mikið hún er lík alsystir sinni. Jú þetta er líklega eins og með alsystkini mannfólkisins, alveg allt annar einstaklingur en samt eiginlega alveg eins :)
Við erum enn ekki búin að fastsetja nafn á gripinn, okkur hefur helst dottið í hug Skálmöld. Skálmöld er þungarokkshljómsveit sem Einar fílar, já og svo passar Skálmöld við að móðirin er frá Skálmholti.